Hús fagfélanna

Að 2F Húsi Fagfélaganna standa Byggiðn félag byggingamanna, FIT Félag iðn- og tæknigreina, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samiðn samband iðnfélaga en félögin fluttu í sameiginlegt endurbætt húsnæði að Stórhöfða 31 á vormánuðum 2019 með það að markmiði að auka samstarf félaganna og ekki síst þjónustuna við félagsmenn. 

Félögin hafa haft ríkulegt samstarf við gerð kjarasamninga undanfarin ár og komið sameiginlega að málum er snerta hagsmuni iðnaðarmanna svo ákveðið var að stíga næsta skref og formgera samstarfið í sameiginlegu húsnæði og samstarfi um rekstur.  

WordPress Theme built by Shufflehound.